Þjálfari Friðrik Ingi Rúnarsson tók við þjálfun ÍR-inga á dögunum.
Þjálfari Friðrik Ingi Rúnarsson tók við þjálfun ÍR-inga á dögunum. — Morgunblaðið/Unnur Karen
Körfuknattleiksdeild ÍR hefur samið við króatíska bakvörðinn Igor Maric um að leika með liðinu út keppnistímabilið. Hinn 36 ára gamli Maric kemur með mikla reynslu inn í ÍR-liðið en hann lék síðast í heimalandinu.

Körfuknattleiksdeild ÍR hefur samið við króatíska bakvörðinn Igor Maric um að leika með liðinu út keppnistímabilið. Hinn 36 ára gamli Maric kemur með mikla reynslu inn í ÍR-liðið en hann lék síðast í heimalandinu. Á síðasta tímabili endaði lið hans, Cibona, í 2. sæti efstu deildar Króatíu þar sem Igor skoraði 6,1 stig að meðaltali í leik.

Maric gaf kost á sér í nýliðaval NBA-deildinni árið 2004 en var ekki valinn. ÍR-ingar hafa byrjað tímabilið illa og eru með 2 stig í tíunda sæti úrvalsdeildarinnar.