Angela Merkel
Angela Merkel
Angela Merkel Þýskalandskanslari varaði við því í gær að staðan í heimsfaraldrinum í Þýskalandi væri orðin „dramatísk“.

Angela Merkel Þýskalandskanslari varaði við því í gær að staðan í heimsfaraldrinum í Þýskalandi væri orðin „dramatísk“. Smitum hefur fjölgað mjög þar í landi undanfarnar tvær vikur, og er óttast að fresta þurfi hefðbundnu jólahaldi og jólamörkuðum annað árið í röð.

„Fjórða bylgjan skellur nú á landi okkar af fullum krafti,“ sagði Merkel, og bætti við að fjöldi nýsmita á dag hefði aldrei verið meiri. Þá yllu hækkandi dánartölur einnig miklum ugg.

Alríkisstjórnin og leiðtogar sambandslandanna 16 ætla að funda í vikunni og ræða hertar sóttvarnaaðgerðir.