Hættur Ari Freyr Skúlason er hættur að leika með íslenska karlalandsliðinu en alls lék hann 83 A-landsleiki fyrir Ísland á árunum 2009 til ársins 2021.
Hættur Ari Freyr Skúlason er hættur að leika með íslenska karlalandsliðinu en alls lék hann 83 A-landsleiki fyrir Ísland á árunum 2009 til ársins 2021. — Morgunblaðið/Eggert
Knattspyrnumaðurinn Ari Freyr Skúlason hefur ákveðið að leggja landsliðsskóna á hilluna. Þetta tilkynnti hann á samfélagsmiðlinum Twitter í gær.

Knattspyrnumaðurinn Ari Freyr Skúlason hefur ákveðið að leggja landsliðsskóna á hilluna. Þetta tilkynnti hann á samfélagsmiðlinum Twitter í gær.

Ari Freyr, sem er 34 ára gamall, er samningsbundinn Norrköping í Svíþjóð en hann lék sinn fyrsta A-landsleik árið 2009.

Alls lék hann 83 A-landsleiki fyrir Ísland en hann var í lykilhlutverki með liðinu á EM 2016 í Frakklandi sem og á HM 2018 í Rússlandi.

„Eftir 10 ár af ómetanlegum minningum er kominn tími á að gefa framtíðinni pláss,“ sagði Ari meðal annars á Twitter en hann er fjórði leikmaður karlalandsliðsins sem leggur skóna á hilluna á stuttum tíma á eftir þeim Kára Árnasyni, Hannesi Þór Halldórssyni og Birki Má Sævarssyni.