Halldóra Sigríður Sveinsdóttir
Halldóra Sigríður Sveinsdóttir
Halldóra Sigríður Sveinsdóttir, formaður Bárunnar í Árnessýslu, var kosin 3. varaforseti Alþýðusambandsins á miðstjórnarfundi sambandsins í gær. Hún tekur við sætinu af Ragnari Þór Ingólfssyni, formanni VR, en hann tekur núna sæti 2.

Halldóra Sigríður Sveinsdóttir, formaður Bárunnar í Árnessýslu, var kosin 3. varaforseti Alþýðusambandsins á miðstjórnarfundi sambandsins í gær. Hún tekur við sætinu af Ragnari Þór Ingólfssyni, formanni VR, en hann tekur núna sæti 2. varaforseta af Sólveigu Önnu Jónsdóttur.

Sólveig Anna sagði sig frá öllum trúnaðarstörfum fyrir ASÍ í byrjun mánaðar samhliða afsögn hennar sem formaður Eflingar.

Eftir að þetta lá fyrir ritaði Sólveig Anna færslu á Facebook-síðu sína þar sem hún sagði Halldóru „einn af dyggustu liðsmönnum gömlu verkalýðshreyfingarinnar“.

Sólveig Anna segir Halldóru starfa innan „bakherbergisins“ sem sé „notalegur klúbbur þar sem verkalýðsleiðtogar fái sæti við borðið og láti mata sig á kynningum“. Halldóra muni strax hefja vinnu ásamt ASÍ og ríkisstjórninni að endurvekja SALEK samkomulagið.