Safamýri Arnór Viðarsson og liðsfélagar hans heimsækja Framara.
Safamýri Arnór Viðarsson og liðsfélagar hans heimsækja Framara. — Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Dregið var í 32-liða úrslit bikarkeppni karla í handknattleik, Coca Cola-bikarsins, í höfuðstöðvum Handknattleikssambands Íslands, HSÍ, í Laugardal í gærmorgun. Aðeins verða leiknar þrjár viðureignir í 32-liða úrslitunum.

Dregið var í 32-liða úrslit bikarkeppni karla í handknattleik, Coca Cola-bikarsins, í höfuðstöðvum Handknattleikssambands Íslands, HSÍ, í Laugardal í gærmorgun.

Aðeins verða leiknar þrjár viðureignir í 32-liða úrslitunum.

Tveir úrvalsdeildarslagir og einn fyrstudeildarslagur munu fara fram en í Safamýri tekur Fram á móti ÍBV. Þá heimsækir Afturelding lið Stjörnunnar í Garðabæ og þá mætast Hörður og Fjölnir á Ísafirði.

32-liða úrslitin verða leikin 12. og 13. desember.

Liðin sem sitja hjá í þessari umferð eru Valur, Haukar, FH og Selfoss ásamt níu síðustu liðunum sem voru dregin upp úr pottinum í gærmorgun en það eru Þór frá Akureyri, HK, ÍR, Víkingur úr Reykjavík, ÍBV 2, Grótta, Vængir Júpiters, KA og Kórdrengir.

Valsmenn eru ríkjandi bikarmeistarar og hafa oftast unnið keppnina eða ellefu sinnum. Haukar koma þar á eftir með sjö sigra og Víkingur og FH hafa sex sinnum fagnað sigri í bikarkeppninni.