Ragnar Jónasson
Ragnar Jónasson
Glæpasaga Ragnars Jónassonar, Hvítidauði , er í þriðja sæti þýska bóksölulistans yfir mest seldu kiljurnar í landinu síðastliðna viku.

Glæpasaga Ragnars Jónassonar, Hvítidauði , er í þriðja sæti þýska bóksölulistans yfir mest seldu kiljurnar í landinu síðastliðna viku. Bókin heitir Frost í þýskri þýðingu og er gefin þar út af forlaginu Penguin Random House, undirforlagi þess þar í landi. Þetta er níunda bók Ragnars sem gefin er út á þýsku og hefur höfundurinn notið mikilla vinsælda í Þýskalandi í fyrra og í ár.

Bækur Ragnars, þrjár talsins, seldust í um hálfri milljón eintaka í Þýskalandi í fyrra sem þykir einkar góður árangur. Ragnar segist í samtali við Morgunblaðið hafa farið um landið þvert og endilangt í síðustu viku og bæði lesið upp úr bókinni, Frost , og setið fyrir svörum. Þessir viðburðir voru mjög vel sóttir, fullt út úr dyrum, að hans sögn.