Framkvæmdir Vegfarendur við Ánanaust í Vesturbænum mega búast við þrengingum næstu tvær vikur. Verið er að leggja nýjar lagnir yfir götuna.
Framkvæmdir Vegfarendur við Ánanaust í Vesturbænum mega búast við þrengingum næstu tvær vikur. Verið er að leggja nýjar lagnir yfir götuna. — Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Vinna er hafin við endurnýjun á lögnum fyrir heitt vatn og rafmagn á stórum reit í Vesturbæ Reykjavíkur. Um er að ræða svæði sem afmarkast af Grandavegi, Framnesvegi, Hringbraut, Sólvallagötu, Ánanaustum og Mýrargötu.

Vinna er hafin við endurnýjun á lögnum fyrir heitt vatn og rafmagn á stórum reit í Vesturbæ Reykjavíkur. Um er að ræða svæði sem afmarkast af Grandavegi, Framnesvegi, Hringbraut, Sólvallagötu, Ánanaustum og Mýrargötu.

Samkvæmt upplýsingum frá Veitum er áætlað að verkið taki um sex mánuði og verður því skipt í nokkra áfanga. Varað er við að töluverð röskun verði á umferð meðan á framkvæmdum stendur. Fyrsti áfangi verksins nær frá Mýrargötu og Ánanaustum frá hringtorgi að Vesturgötu. Um þessar mundir er verið að leggja lagnir yfir Ánanaust og því hefur gatan verið þrengd í 1+1-veg að undanförnu. Búast má við að svo verði í um tvær vikur til viðbótar. Þá gæti komið til þrenginga á Mýrargötu. Upphafi verksins seinkaði um 4-5 vikur og því er nú stefnt að verklokum í apríl eða maí á næsta ári, samkvæmt upplýsingum frá Veitum. hdm@mbl.is