Bið Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir er starfandi forstjóri Landspítalans.
Bið Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir er starfandi forstjóri Landspítalans. — Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Baldur S. Blöndal baldurb@mbl.is Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir, settur forstjóri Landspítalans, segir ástandið og álag á bráðamóttökunni í Fossvogi birtingarmynd flóknari vanda innan spítalans.

Baldur S. Blöndal

baldurb@mbl.is

Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir, settur forstjóri Landspítalans, segir ástandið og álag á bráðamóttökunni í Fossvogi birtingarmynd flóknari vanda innan spítalans.

Landspítalinn vakti í gær athygli á miklu álagi á spítalanum sem ylli því að löng bið væri eftir þjónustu á bráðamóttökunni ef um vægari slys eða veikindi væri að ræða. Fólki var því bent á Læknavaktina, símavakt hjúkrunarfræðinga og heilsugæslur á höfuðborgarsvæðinu.

„Við erum með allt of fá rúm fyrir þá starfsemi sem við erum með. Þegar við erum síðan í Covid-álagi, þó stundum sé lítið gert úr því, þá er heil legudeild undirlögð,“ segir Guðlaug og bendir á að hlutar fleiri deilda séu nýttir í þeim tilgangi: „Á meðan við erum með smitsjúkdómadeildina alla fyrir Covid þá leggjast ekki aðrir sjúklingar þangað inn heldur bíða þeir á bráðamóttökunni og dreifast annað. Við erum með smitsjúkdómadeild og hún getur tekið 19 sjúklinga. Þegar hún er lokuð fyrir aðra en Covid-sjúklinga er búið að missa 19 rúm úr heildarmenginu.“

25 biðu eftir plássi

Guðlaug segir mikinn fjölda sjúklinga á hverri stundu bíða eftir því að komast af bráðamóttökunni og á legudeild. Þeir voru 25 í gærkvöldi og einn þeirra hafði beðið í 55 klukkustundir.

„Það er ákveðinn miskilningur aðþegar Covid hafi komið hafi verið tilbúin deild sem beið eftir því að farsóttin myndi skella á og við myndum bara opna hana þegar að því kæmi. Það rými var bara í fullri notkun,“ segir Guðlaug sem vill skýra vandann sem steðjar að spítalanum betur fyrir almenningi.