Freyja Birkisdóttir vann til bronsverðlauna í 400 m skriðsundi kvenna á Norðurlandameistaramótinu í sundi í gær en mótið fer fram í Våsby í Svíþjóð. Freyja synti á tímanum 4:20,19 en Thilda Häll frá Svíþjóð kom fyrst í mark á tímanum 4:13,32.
Freyja Birkisdóttir vann til bronsverðlauna í 400 m skriðsundi kvenna á Norðurlandameistaramótinu í sundi í gær en mótið fer fram í Våsby í Svíþjóð. Freyja synti á tímanum 4:20,19 en Thilda Häll frá Svíþjóð kom fyrst í mark á tímanum 4:13,32. Þá synti Eva Margrét Falsdóttir 200 m bringusund á tímanum 2:32,94 og varð fjórða en það munaði aðeins 23/100 á fjórða og þriðja sætinu. Steingerður Hauksdóttir synti einnig í úrslitum í 50 m baksundi í gærkvöldi og varð í fimmta sæti.