— Morgunblaðið/Eggert
Líkt og venjan hefur verið undanfarin ár var Tjarnarsalnum í Ráðhúsi Reykjavíkur breytt í eins konar jólaskóg í gær. Leikskólabörnum var þá boðið á opnun skógarins, en auk þeirra gerðu stjörnuhjónin Grýla og Leppalúði sér einnig ferð í jólaskóginn.
Líkt og venjan hefur verið undanfarin ár var Tjarnarsalnum í Ráðhúsi Reykjavíkur breytt í eins konar jólaskóg í gær. Leikskólabörnum var þá boðið á opnun skógarins, en auk þeirra gerðu stjörnuhjónin Grýla og Leppalúði sér einnig ferð í jólaskóginn. Sungin voru jólalög, gengið í kringum jólatréð og boðið var upp á heitt kakó og smákökur í tilefni opnunarinnar. Þetta er tíunda skiptið sem salnum er breytt í jólaskóg.