Spé Væri Ozzy Osbourne ekki tónlistarmaður í fullu starfi ætti hann að vera uppistandari á sviði. Þetta er sjónarmið vinar hans og samstarfsmanns til fjölda ára, gítarleikarans Zakks Wylde.
Spé Væri Ozzy Osbourne ekki tónlistarmaður í fullu starfi ætti hann að vera uppistandari á sviði. Þetta er sjónarmið vinar hans og samstarfsmanns til fjölda ára, gítarleikarans Zakks Wylde. Í samtali við bandarísku sjónvarpsstöðina AXS TV segir Wylde merkilegt að menn komi yfirhöfuð einhverju í verk þegar þeir eru að vinna með Ozzy enda standi spébunan án afláts upp úr goðsögninni. „Eftir fimm mínútur er maður kominn í gólfið, grenjandi úr hlátri. Hann er stöðugt að gera gys að sjálfum sér eða þá því sem er á seyði í heiminum. Hann er engum líkur. Óborganlegur.“ Þegar Wylde spurði Ozzy hvernig honum líkaði nýjasta plata bands síns, Black Label Society, svaraði sá gamli: „Hún er æðisleg, sérstaklega þegar maður tekur hana af fóninum.“