Hluti eins verka Arnar Bárðar.
Hluti eins verka Arnar Bárðar.
Örn Bárður Jónsson, fyrrverandi sóknarprestur, hefur opnað sína fyrstu málverkasýningu á Íslandi, í Galleríi 16 á Vitastíg 16. Formleg opnun er í dag, laugardag, kl. 14. Stendur sýningin til 8. desember og er opið alla daga kl. 13 til 17, nema sunnudag.

Örn Bárður Jónsson, fyrrverandi sóknarprestur, hefur opnað sína fyrstu málverkasýningu á Íslandi, í Galleríi 16 á Vitastíg 16. Formleg opnun er í dag, laugardag, kl. 14. Stendur sýningin til 8. desember og er opið alla daga kl. 13 til 17, nema sunnudag.

Örn hefur fengist við að mála frá unglingsaldri en þó með áralöngum hléum vegna anna í starfi. Hann hefur áður málað með olíu og akríl en á seinni árum einkum glímt við vatnsliti. Fyrsta opinbera sýning hans var sett upp í Noregi árið 2019. Örn hefur tekið þátt í nokkrum myndlistarnámskeiðum, hér á landi og erlendis.