Textaverk Hluti eins verkanna á sýningu Jónu Hlífar í Hofi.
Textaverk Hluti eins verkanna á sýningu Jónu Hlífar í Hofi.
Vetrarlogn er heiti sýningar sem Jóna Hlíf Halldórsdóttir opnar í Menningarhúsinu Hofi á Akureyri í dag kl. 14. Samtímis kemur út bókin Brim Hvít Sýn sem fjallar um myndlist Jónu Hlífar, textaverk og innsetningar.
Vetrarlogn er heiti sýningar sem Jóna Hlíf Halldórsdóttir opnar í Menningarhúsinu Hofi á Akureyri í dag kl. 14. Samtímis kemur út bókin Brim Hvít Sýn sem fjallar um myndlist Jónu Hlífar, textaverk og innsetningar.

Textaverk, tilraunir með efni og innsetningar eru kjarninn í myndrænni tjáningu verka Jónu Hlífar. Texti sem áferð og sem leið til að birta hugsanir en Jóna Hlíf hefur meðal annars fengist við fyrirbærin kjarna, tíma og ímynd sögunnar.