Falskt öryggi.

Falskt öryggi. A-AV

Norður
72
654
G85
KDG92

Vestur Austur
ÁD1093 KG8654
Á107 K83
2 --
7643 Á1085

Suður
--
DG92
ÁKD1097643
--

Suður spilar 6 doblaða.

Fórnarsagnir mótherjanna geta fyllt menn fölsku öryggi í vörninni. Viðhorfið er gjarnan: „Þetta fer örugglega niður, bara spurning hversu mikið.“

Spil dagsins er frá leik Spectors og Lebowitz í undanúrslitum Soloway-bikarsins. Sagnir gengu nákvæmlega eins á báðum borðum: Austur vakti á 1, suður stökk í 5, vestur sagði 5 – pass og pass, 6 í suður og dobl í vestur. Allt eins nema útspilið.

Og hvílíkur munur! Adam Grossack taldi sig öruggan með dáninn og kom út með Á. Sagnhafi trompaði, notaði svo þrjár innkomur blinds á tígul til að verka laufið og njóta. Unnið spil. Hinum megin hugsaði John Kranyak sig lengi um og lagði loks niður Á. Einn niður.

Warren Spector vann leikinn og burstaði svo Antonio Palma í úrslitaleik. Með Spector spiluðu: Gavin Wolpert, Kevin Bathurst, John Hurd, Vincent Demuy og áðurnefndur John Kranyak.