116 tilfelli kórónuveirunnar greindust innanlands í fyrradag, þar af voru 53 í sóttkví við greiningu. Ríkisstjórnin ákvað á fundi sínum í gær að halda núverandi sóttvarnaaðgerðum óbreyttum í tvær vikur í viðbót, en þær áttu að renna út í dag.

116 tilfelli kórónuveirunnar greindust innanlands í fyrradag, þar af voru 53 í sóttkví við greiningu. Ríkisstjórnin ákvað á fundi sínum í gær að halda núverandi sóttvarnaaðgerðum óbreyttum í tvær vikur í viðbót, en þær áttu að renna út í dag. Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra sagði í samtali við mbl.is í gær að ástæðan væri skortur á gögnum um Ómíkron-afbrigðið og áhrif þess.

Í gær höfðu minnst 16 einstaklingar hér á landi greinst með Ómíkron-afbrigðið, en enn er óvíst hvort það er meira smitandi en fyrri afbrigði eða sjúkdómseinkenni þess verri.

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir í minnisblaði sínu til ríkisstjórnarinnar að ef sýnt þyki að afbrigðið valdi ekki skæðum sjúkdómi og að bólusetningar og fyrra smit af Covid-19 verndi fólk fyrir því verði komnar faglegar forsendur til að endurskoða þær aðgerðir sem nú eru í gildi. Þar á meðal megi skoða að undanskilja þá sem hafi fengið örvunarskammt frá fjöldatakmörkum og prófaskyldu fyrir viðburði.