Í Portúgal Gleðin var við völd hjá leikmönnum Atlético Madríd í gær en liðið er komið áfram í útsláttarkeppnina eftir sveiflukennt gengi.
Í Portúgal Gleðin var við völd hjá leikmönnum Atlético Madríd í gær en liðið er komið áfram í útsláttarkeppnina eftir sveiflukennt gengi. — AFP
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Meistaradeildin Kristján Jónsson kris@mbl.is Spænsku meistararnir í Atlético Madríd tryggðu sér í gær sæti í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu karla í knattspyrnu. Atlético fór til Portúgal og vann góðan 3:1-útisigur á Porto og náði þar með 2.

Meistaradeildin

Kristján Jónsson

kris@mbl.is

Spænsku meistararnir í Atlético Madríd tryggðu sér í gær sæti í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu karla í knattspyrnu. Atlético fór til Portúgal og vann góðan 3:1-útisigur á Porto og náði þar með 2. sæti í B-riðli keppninnar. Talsvert gekk á í leiknum en leikmönnum úr báðum liðum var vikið af leikvelli. Wendell hjá Porto og Yannick Carrasco hjá Madríarliðinu. Antoine Griezmann, Ángel Correa og Rodrigo de Paul skoruðu mörk Atlético en Sérgio Oliveira skoraði fyrir Porto.

Tvö af sigursælustu liðum í sögu Evrópukeppni meistaraliða og Meistaradeildarinnar, Ajax og Liverpool, unnu alla leiki sína í riðlakeppninni þetta tímabilið. Með 4:2 sigri gegn Sporting Lissabon fékk Ajax 18 stig í C-riðli og með 2:1 útisigri gegn AC Milan fékk Liverpool 18 stig í B-riðli. Með sigrinum í Mílanó gerði Liverpool út um vonir AC Milan að ná öðru sætinu í riðlinum en fyrir lokaumferðina var þriggja liða barátta um að fylgja Liverpool í 16-liða úrslitin. Fikayo Tomori kom þó Milan yfir á 29. mínútu en Mohamed Salah og Divock Origi svöruðu fyrir Liverpool.

Real náði efsta sætinu

Stórliðin Real Madríd og Inter Milan mættust í Madríd í D-riðli en viðureignin hafði ekki neitt um það að segja hvaða lið kæmust áfram. Liðin voru bæði örugg en þau áttu eftir að útkljá hvort liðið næði efsta sætinu. Real tókst að gera það með 2:0 sigri og vann fimm leiki af sex. Í lok september urðu þau mögnuðu úrslit að Sheriff Tiraspol frá Moldóvu vann Real 2:1 á Santiago Bernabeau-leikvanginum en Real lét ekki þau úrslit slá sig út af laginu.

Segja má að Sheriff sé spútniklið keppninnar þetta tímabilið og liðið heldur áfram í Evrópudeildinni eftir að hafa hafnað í 3. sæti í D-riðlinum. Toni Kroos og Marco Asensio skoruðu mörkin fyrir Real í gær.

Riðlakeppni Meistaradeildarinnar lýkur í kvöld þegar leikið verður í E-, F-, G- og H-riðli. Þar er mesta spennan í G-riðlinum hjá Lille, Salzburg, Sevilla og Wolfsburg.