Lögreglan stendur í ströngu.
Lögreglan stendur í ströngu.
Tveir menn særðust í skotárás í Herlev-hverfi í Kaupmannaöfn í fyrrinótt. Byssumennirnir náðust ekki. Nokkrar skotárásir hafa verið gerðar í úthverfum borgarinnar á undanförnum dögum og hafa tveir látið lífið.
Tveir menn særðust í skotárás í Herlev-hverfi í Kaupmannaöfn í fyrrinótt. Byssumennirnir náðust ekki. Nokkrar skotárásir hafa verið gerðar í úthverfum borgarinnar á undanförnum dögum og hafa tveir látið lífið. Talið er að glæpagengi í undirheimum borgarinnar eigist við, en lögregla hefur ekki staðfest að tengsl séu á milli árásanna. Staðfest er þó að einn hinna látnu tilheyri þekktu glæpagengi, NNV-hópnum svonefnda. Tveir hafa verið handteknir í tengslum við skotárás á fimmtudaginn en byssumennirnir í seinni árásunum hafa komist undan. Íbúum í Kaupmannahöfn er brugðið en þó virðist ljóst að árásirnar beinast ekki að almennum borgurum.