Óvissa Hallbera Guðný Gísladóttir er án félags um þessar mundir.
Óvissa Hallbera Guðný Gísladóttir er án félags um þessar mundir. — Morgunblaðið/Eggert
Landsliðskonan Hallbera Guðný Gísladóttir verður ekki áfram í herbúðum sænska knattspyrnufélagsins AIK á næstu leiktíð. Þetta staðfesti hún við mbl.is í gær.
Landsliðskonan Hallbera Guðný Gísladóttir verður ekki áfram í herbúðum sænska knattspyrnufélagsins AIK á næstu leiktíð. Þetta staðfesti hún við mbl.is í gær. Hallbera, sem er 35 ára gömul, gekk til liðs við AIK fyrir síðasta tímabil en félagið var nýliði í sænsku úrvalsdeildinni og hélt sæti sínu. Hún spilar að öllum líkindum áfram í Svíþjóð. „Ég er bara að skoða mín mál og ég hef ekki tekið neina ákvörðun um það með hvaða liði ég spila á næstu leiktíð,“ sagði Hallbera í samtali við mbl.is.