Lukkulegur Rithöfundurinn Adulrazak Gurnah með verðlaunaskjalið.
Lukkulegur Rithöfundurinn Adulrazak Gurnah með verðlaunaskjalið. — AFP
Bresk-tansaníski rithöfundurinn Adulrazak Gurnah, sem tilkynnt var í liðnum mánuði að hreppti Nóbelsverðlaunin í bókmenntum í ár, tók við verðlaunaskjalinu við athöfn á heimili sænska sendiherrans í Bretlandi á mánudag.

Bresk-tansaníski rithöfundurinn Adulrazak Gurnah, sem tilkynnt var í liðnum mánuði að hreppti Nóbelsverðlaunin í bókmenntum í ár, tók við verðlaunaskjalinu við athöfn á heimili sænska sendiherrans í Bretlandi á mánudag. Vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar hefur hin annars árvissa nóbelshátíð í Stokkhólmi verið slegin af og taka nóbelsverðlaunahafar við viðurkenningunum í heimalöndum sínum.

Síðan hann var tvítugur hefur Gurnah að mestu verið búsettur í Bretlandi þar sem hann hefur kennt bókmenntir við háskóla. Í umsögn sænsku akademíunnar segir að Gurnah fái verðlaunin fyrir „óvægna en samúðarfulla umfjöllun um áhrif nýlendustefnu og örlög flóttamanna í dýpinu sem er á milli menningarheima og heimsálfa“.