Fátækt barn.
Fátækt barn.
Ný rannsókn Hagfræðiskólans í París sem birt var í gær sýnir að auðugasta fólk heims hefur orðið enn ríkara en áður í kórónuveirufaraldrinum. Fram kemur að samþjöppun auðs hafi aldrei verið jafn mikil og á síðasta ári.
Ný rannsókn Hagfræðiskólans í París sem birt var í gær sýnir að auðugasta fólk heims hefur orðið enn ríkara en áður í kórónuveirufaraldrinum. Fram kemur að samþjöppun auðs hafi aldrei verið jafn mikil og á síðasta ári. Þeir sem tilheyra því 1% jarðarbúa sem mestan auð eiga hafa samkvæmt rannsókninni tekið til sín meira en þriðjung af viðbótarauðlegð heimsins síðasta aldarfjórðunginn. Þá hefur orðið mikil fjölgun í hópi þess fólks sem býr við algjöra fátækt. Fræðimennirnir sem gerðu skýrsluna leggja til að lagður verði stighækkandi auðlegðarskattur á hina ofurríku. Þá vilja þeir ráðstafanir gegn skattaundanskotum.