HM Norska liðið var ekki í vandræðum gegn Rúmeníu í gær og er í góðri stöðu á þessum tímapunkti á HM en framundan er keppni í milliriðlum.
HM Norska liðið var ekki í vandræðum gegn Rúmeníu í gær og er í góðri stöðu á þessum tímapunkti á HM en framundan er keppni í milliriðlum. — Ljósmynd/heimasíða keppninnar
Noregur fer með fullt hús stiga í milliriðil eitt á HM kvenna í handknattleik undir stjórn Þóris Hergeirssonar. Noregur vann í gær stórsigur á Rúmeníu, 33:22, sem lengi hefur verið í hópi sterkustu landsliða í Evrópu.

Noregur fer með fullt hús stiga í milliriðil eitt á HM kvenna í handknattleik undir stjórn Þóris Hergeirssonar. Noregur vann í gær stórsigur á Rúmeníu, 33:22, sem lengi hefur verið í hópi sterkustu landsliða í Evrópu. Noregur vann alla þrjá leikina í C-riðli og Rúmenía vann tvo af þremur.

Þóris og norsku kvenna bíða leikir í milliriðli gegn liðunum sem fóru áfram úr B-riðli. Þar fékk Rússland fullt hús stiga en eins og Noregur hefur lið Rússlands verið firnasterkt alla þessa öld eða svo gott sem. Liðið leikur af pólitískum ástæðum undir merkjum Handknattleikssambands Rússlands í þessari keppni. Serbía og Pólland fóru einnig áfram úr B-riðlinum en Noregur ætti að eiga afar fína möguleika á að vinna þau lið.

Svíþjóð tapaði stigi í gær ef þannig má að orði komast en liðið gerði jafntefli gegn Hollandi. Úrslit sem gætu haft áhrif á milliriðil tvö.