50 ára Kristín er frá Dalvík en býr í Reykjavík. Hún er með grunnskólakennarapróf og meistaragráðu í almannatengslum frá Stirling-háskóla í Skotlandi. Hún rekur eigið fyrirtæki sem heitir April almannatengsl.
50 ára Kristín er frá Dalvík en býr í Reykjavík. Hún er með grunnskólakennarapróf og meistaragráðu í almannatengslum frá Stirling-háskóla í Skotlandi. Hún rekur eigið fyrirtæki sem heitir April almannatengsl. „Það sinnir almannatengslum og markaðsmálum í frekar víðum skilningi þess orðs en ég er aðallega með fasta viðskiptavini sem eru fyrirtæki í ýmsum atvinnugreinum. Þetta er mjög skemmtilegt og fjölbreytt starf og alltaf eitthvað nýtt að gerast og nýju fólki að kynnast.“

Kristín er í kór sem heitir Spectrum, kvenveiðifélaginu Barmarnir og er félagskona í FKA. „Spectrum var einmitt með tónleika í fyrradag, en hann er metnaðarfullur og flottur kór.“

Fjölskylda Eiginmaður Kristínar er Rúnar Dýrmundur Bjarnason, f. 1973, umhverfissérfræðingur hjá Mannviti. Börn þeirra eru Bjarni Ívar, f. 1997, Ísold Kristín, f. 1999, og Gísli Dan, f. 2006. Foreldrar Kristínar voru Jóhann Kr. Daníelsson, f. 1927, d. 2015, kennari og söngvari, og Gíslína Hlíf Gísladóttir, f. 1935, d. 2009, fulltrúi sýslumanns á Dalvík.