EM Kristín Þórhallsdóttir komst á verðlaunapall á HM í haust.
EM Kristín Þórhallsdóttir komst á verðlaunapall á HM í haust. — Morgunblaðið/Íris Jóhannsdóttir
Kristín Þórhallsdóttir er líkleg til að berjast um verðlaunasæti á Evrópumeistaramótinu í kraftlyftingum í Västerås í Svíþjóð um næstu helgi. Hún fékk bronsverðlaun á HM í -84 kg flokki kvenna í haust. Fjórir aðrir Íslendingar eru á leið á mótið.
Kristín Þórhallsdóttir er líkleg til að berjast um verðlaunasæti á Evrópumeistaramótinu í kraftlyftingum í Västerås í Svíþjóð um næstu helgi. Hún fékk bronsverðlaun á HM í -84 kg flokki kvenna í haust. Fjórir aðrir Íslendingar eru á leið á mótið. Birgit Rós Becker keppir í -76 kg flokki kvenna, Hilmar Símonarson í -66 kg flokki karla, Viktor Samúelsson í -105 kg flokki karla og Aron Friðrik Georgsson í -120 kg flokki karla. Viktor varð sjötti á síðasta heimsmeistaramóti.