Tónlistarmaðurinn Jógvan Hansen flutti upphaflega til Íslands frá Færeyjum til að læra förðunarfræði.

Tónlistarmaðurinn Jógvan Hansen flutti upphaflega til Íslands frá Færeyjum til að læra förðunarfræði. Hann ræddi við Sigga og Loga í Síðdegisþættinum á léttu nótunum þar sem hann sagði frá þessu, og kom hann Sigga Gunnars virkilega á óvart með þeirri sögu.

„Ég vissi að þú værir hárgreiðslumaður en ekki förðunarfræðingur,“ viðurkenndi Siggi í þættinum.

„Það er satt, ég kom til að læra förðunarfræði,“ sagði Jógvan sem segist kenna systur sinni um þetta áhugamál sitt sem Siggi benti á að gæti komið einhverjum á óvart miðað við önnur áhugamál Jógvans, svo sem stangveiði og skotveiði.

Nánar á K100.is.