Endurgerð Bessastaðakirkja gæti litið svona út eftir endurbætur.
Endurgerð Bessastaðakirkja gæti litið svona út eftir endurbætur. — Teikning/Pétur Grétarsson
„Þessir innviðir sem bjargað var hafa varðveist mjög vel. Við eigum nánast allt sem var í kirkjunni og getum komið þessum innviðum fyrir svo hún fái notið sín á ný.

„Þessir innviðir sem bjargað var hafa varðveist mjög vel. Við eigum nánast allt sem var í kirkjunni og getum komið þessum innviðum fyrir svo hún fái notið sín á ný. Það er mikið lán og forsjá sem býr að baki þessari varðveislu enda hlaut að koma að því einn daginn að kirkjan yrði lagfærð. Hún var byggð glæsilega á sínum tíma og stendur á grunni eldri kirkna frá elstu tíð,“ segir Margrét Hallgrímsdóttir, þjóðminjavörður og formaður framkvæmdanefndar um endurgerð Bessastaðakirkju. Í fjárlagafrumvarpi næsta árs er gert ráð fyrir 99 milljóna króna framlagi svo hægt sé að hefja endurbætur á innviðum kirkjunnar.

Samkvæmt tillögu Minjastofnunar mun endurgerðin miðast við ártalið 1846. Lagt er til að milligerði, altari og altarisgrindur verði sett upp að nýju auk predikunarstóls frá 1709. Þá verði altaristafla úr Dómkirkjunni, sem var í kirkjunni 1864-1946, sett yfir altarið en altaristafla frá 1709 fari á kórgaflinn sunnan altaris og altaristafla eftir Mugg verði sett upp á kórgaflinn norðan altaris. hdm@mbl.is 6