Ferðaþjónusta Rúmlega 250 þúsund farþegar fóru um Keflavíkurflugvöll í nóvember borið saman við 11 þúsund í sama mánuði í fyrra. Það er ríflega tuttuguföldun en engu að síður fóru 185 þúsund færri farþegar um völlinn en í nóvembermánuði árið 2019.

Ferðaþjónusta

Rúmlega 250 þúsund farþegar fóru um Keflavíkurflugvöll í nóvember borið saman við 11 þúsund í sama mánuði í fyrra. Það er ríflega tuttuguföldun en engu að síður fóru 185 þúsund færri farþegar um völlinn en í nóvembermánuði árið 2019.

Þróunin í fjölda farþega er sýnd á línuritinu hér fyrir ofan.

Tæplega 6,8 milljónir farþega fóru um völlinn í janúar til nóvember árið 2019 en ríflega 1.349 þúsund þessa sömu mánuði árið 2020. Hrun varð í komum ferðamanna frá og með miðjum mars í fyrra vegna kórónuveirufaraldursins en umferðin jókst tímabundið síðasta sumar áður en sóttvarnir voru hertar á ný í ágúst.

Umferðin hefur stigaukist síðan í júní síðastliðnum og með sama áframhaldi munu eitthvað á þriðju milljón farþega fara um völlinn í ár.

Það yrði til dæmis álíka fjöldi og árið 2010. baldura@mbl.is