Sigurður Hannesson
Sigurður Hannesson
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Ástandið í raforkumálum landsins er augljóslega orðið grafalvarlegt. Morgunblaðið greindi frá því fyrir nokkrum dögum að fiskimjölsverksmiðjur, sem hafa rafvæðst til að nýta innlenda orku, hefðu orðið fyrir skerðingu rafmagns. Síðan hefur það gerst að Landsvirkjun sendir frá sér tilkynningu um enn frekari skerðingar og að þær taki þegar gildi. Fyrir þessu eru nefndar þær ástæður að ekki sé til næg orka, auk þess sem flutningskerfi raforkunnar sé flöskuháls.

Ástandið í raforkumálum landsins er augljóslega orðið grafalvarlegt. Morgunblaðið greindi frá því fyrir nokkrum dögum að fiskimjölsverksmiðjur, sem hafa rafvæðst til að nýta innlenda orku, hefðu orðið fyrir skerðingu rafmagns. Síðan hefur það gerst að Landsvirkjun sendir frá sér tilkynningu um enn frekari skerðingar og að þær taki þegar gildi. Fyrir þessu eru nefndar þær ástæður að ekki sé til næg orka, auk þess sem flutningskerfi raforkunnar sé flöskuháls.

Eins og framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins bendir á kemur þetta sér afar illa fyrir efnahag landsins, sérstaklega á tíma þegar hrávöruverð er hátt.

Að þetta skuli gerast á Íslandi, þar sem nóg er til af virkjanlegu fallvatni og jarðvarma, er með miklum ólíkindum.

Árum saman hefur verið reynt að nýta þær virkjanir sem þó teljast í nýtingarflokki rammaáætlunar en það hefur ekki tekist. Eina ályktunin sem hægt er að draga er að sú lagaumgjörð sem sett hefur verið um slíkar framkvæmdir gangi ekki upp og að brýnt sé að gera breytingar þar á.

Þetta á raunar ekki aðeins við um virkjanaframkvæmdir, því að forstjóri Landsnets upplýsti í samtali við Morgunblaðið í gær að framkvæmdaleyfakerfið vegna flutningslína rafmagns gæti tekið allt að tíu ár.

Allir hljóta að sjá að það er óviðunandi.