Flautuhópurinn viibra kemur fram á hádegistónleikum í Salnum í dag kl. 12.15. Hópinn skipa Áshildur Haraldsdóttir, Berglind María Tómasdóttir, Björg Brjánsdóttir, Dagný Marinósdóttir, Sólveig Magnúsdóttir, Steinunn Vala Pálsdóttir og Þuríður Jónsdóttir.
Flautuhópurinn viibra kemur fram á hádegistónleikum í Salnum í dag kl. 12.15. Hópinn skipa Áshildur Haraldsdóttir, Berglind María Tómasdóttir, Björg Brjánsdóttir, Dagný Marinósdóttir, Sólveig Magnúsdóttir, Steinunn Vala Pálsdóttir og Þuríður Jónsdóttir. Hópurinn var stofnaður við gerð plötu Bjarkar Guðmundsdóttur, Útópía, og kom fram á tónleikaferðalagi með henni í kjölfar útgáfu plötunnar. Hópurinn hefur mikinn metnað fyrir áframhaldandi samstarfi. Á efnisskrá tónleikanna í dag eru verk eftir Björk, Þuríði Jónsdóttur, Hilmu Kristínu Sveinsdóttur, Pauline Oliveros og Tsjajkovskíj. Aðgangur er ókeypis og öll velkomin.