— Morgunblaðið/Árni Sæberg
Landsliðum Íslands í hópfimleikum var boðið á sérstaka móttöku í Safnahúsinu í gær til að fagna glæstum árangri þeirra á Evrópumeistaramótinu í Portúgal.

Landsliðum Íslands í hópfimleikum var boðið á sérstaka móttöku í Safnahúsinu í gær til að fagna glæstum árangri þeirra á Evrópumeistaramótinu í Portúgal.

Eins og alþjóð veit vann kvennalandsliðið til gullverðlauna á mótinu og karlalandsliðið hreppti silfurverðlaun. Þá voru þrír fulltrúar Íslands í úrvalsliði Evrópumótsins en Ísland átti auk þess fulltrúa í valinu um efnilegasta keppandann í fyrsta sinn í sögunni. Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, bauð til móttökunnar í gær en á mælendaskrá var forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, sem óskaði keppendum, þjálfurum og öðrum sem að liðinu standa innilega til hamingju með árangurinn.