[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
*Knattspyrnumaðurinn Kolbeinn Sigþórsson mun yfirgefa Gautaborg þegar samningur hans við sænska úrvalsdeildarfélagið rennur út um áramótin. Þetta tilkynnti félagið á heimasíðu sinni í gær.

*Knattspyrnumaðurinn Kolbeinn Sigþórsson mun yfirgefa Gautaborg þegar samningur hans við sænska úrvalsdeildarfélagið rennur út um áramótin. Þetta tilkynnti félagið á heimasíðu sinni í gær. Kolbeinn lék fyrstu 17 leiki liðsins í deildinni á árinu og skoraði fjögur mörk en lék ekkert eftir að hann var settur í ótímabundið leyfi í byrjun september vegna ofbeldismáls frá árinu 2017. Þá fór hann jafnframt í aðgerð vegna meiðsla.

*Þrír Íslendingar eru í úrvalsliði Evrópumótsins í hópfimleikum sem fram fór í Portúgal. Ásta Kristinsdóttir , Helgi Laxdal Aðalgeirsson og Kolbrún Þöll Þorradóttir voru valin í úrvalsliðið en í því eru sex bestu karlar og sex bestu konur mótsins. Þá var hin sextán ára gamla Auður Helga Halldórsdóttir valin efnilegasti keppandinn í stúlknaflokki.

* Ragnar Friðbjarnarson hefur verið ráðinn landsliðsþjálfari í sundi hjá Íþróttasambandi fatlaðra. Í tilkynningunni frá ÍF segir að Ragnar hafi lengi verið í fagteymi sambandsins og sé öllum hnútum kunnugur. Hann var með í för á Paralympics 2016 og 2021.