Joe Biden Bandaríkjaforseti ræddi í gærkvöldi við leiðtoga Bretlands, Frakklands, Þýskalands og Ítalíu um fund sinn með Vladimír Pútín Rússlandsforseta um stöðuna í Úkraínudeilunni.

Joe Biden Bandaríkjaforseti ræddi í gærkvöldi við leiðtoga Bretlands, Frakklands, Þýskalands og Ítalíu um fund sinn með Vladimír Pútín Rússlandsforseta um stöðuna í Úkraínudeilunni. Hafði Biden einnig rætt við leiðtoga ríkjanna fjögurra áður en fundurinn hófst til að tryggja samstöðu þeirra. Þá hyggst Biden einnig ræða við Volodymyr Zelenskí Úkraínuforseta í vikunni.

Fundur leiðtoganna þótti „hreinskiptinn og fagmannlegur“ að sögn stjórnvalda í Moskvu, en Biden varaði Pútín þar við alvarlegum afleiðingum þess, ef Rússar ákvæðu að ráðast inn í Úkraínu. Pútín óskaði hins vegar eftir loforðum þess efnis að Úkraína myndi aldrei ganga í Atlantshafsbandalagið. 11