Eyjar ÍBV hefur leikið heimaleiki á Hásteinsvelli í tæp sextíu ár.
Eyjar ÍBV hefur leikið heimaleiki á Hásteinsvelli í tæp sextíu ár. — Ljósmynd/Sigfús Gunnar
Hásteinsvöllur, aðalknattspyrnuvöllurinn í Vestmannaeyjum, verður lagður gervigrasi með flóðlýsingu fyrir keppnistímabilið 2023. Þar hefur ÍBV leikið heimaleiki sína á grasi frá árinu 1963.
Hásteinsvöllur, aðalknattspyrnuvöllurinn í Vestmannaeyjum, verður lagður gervigrasi með flóðlýsingu fyrir keppnistímabilið 2023. Þar hefur ÍBV leikið heimaleiki sína á grasi frá árinu 1963. Haraldur Pálsson framkvæmdastjóri ÍBV staðfesti við Fréttablaðið í gær að þetta hefði verið samþykkt sem forgangsverkefni á félagsfundi hjá ÍBV. Framkvæmdir eiga að hefjast næsta haust, strax að loknu keppnistímabilinu 2022, og stefnt er að því að geta hafið tímabilið 2023 þar.