Þessir menn hafa heldur fríkkað með árunum.
Þessir menn hafa heldur fríkkað með árunum. — AFP
OJ Söngvarinn Sebastian Bach, oft kenndur við Skid Row, viðurkennir að hafa keypt fyrstu breiðskífu Metallica, Kill 'Em All, á óvenjulegum forsendum árið 1983.
OJ Söngvarinn Sebastian Bach, oft kenndur við Skid Row, viðurkennir að hafa keypt fyrstu breiðskífu Metallica, Kill 'Em All, á óvenjulegum forsendum árið 1983. Hann var þá unglingur í fásinninu í Peterborough í Kanada og að fletta skífum í plötubúð staðarins þegar hann rakst á gripinn. „Jesús Pétur. Þetta eru ljótustu gaurar sem ég hef á ævinni séð,“ sagði hann skríkjandi í viðtali á bandarísku útvarpssröðinni 96.7 KCAL-FM. „Hvers vegna nota þeir þessa mynd? Ég keypti plötuna um leið vegna þess hvað mér fannst þeir líta hræðilega út og hugsaði með mér: Þetta er það galnasta sem ég hef séð.“