Ekki færri en 53 létust og allt að 100 slösuðust, nokkrir mjög alvarlega, í gær þegar fólksflutningabíll valt og fór á hliðina í Chiapas í suðurhluta Mexíkó.

Ekki færri en 53 létust og allt að 100 slösuðust, nokkrir mjög alvarlega, í gær þegar fólksflutningabíll valt og fór á hliðina í Chiapas í suðurhluta Mexíkó. Talið er að fólkið, karlar, konur og börn, hafi flest verið á flótta frá einhverju ríkja Mið-Ameríku. Ekki er vitað hvað olli slysinu.

Gífurlegur fjöldi flóttamanna streymir frá ríkjum Mið-Ameríku til Mexíkó. Margir freista þess síðan að komast til Bandaríkjanna.

Er fólkið að flýja hungur, fátækt, ofbeldi og hernaðarátök. Glæpagengi hafa oft milligöngu um slíka flutninga og skeyta ekkert um öryggi fólksins og ástand farartækjanna sem notuð eru.