Þorbjörg Steinólfsdóttir fæddist 12. maí 1934. Hún lést 11. nóvember 2021. Útför Þorbjargar fór fram í kyrrþey.

Elsku amma.

Þetta sérðu aldrei.

Mér finnst það svo skrýtið hvernig minningargreinar hafa orðið til.

Svo skrýtið að það tíðkist hjá mörgum að halda að sér hlutum en láta svo allt gossa þegar viðkomandi er farinn. Ég hugsaði þetta svo oft síðastliðna mánuði. En það var einmitt svo erfitt að fara að tala um eitt og annað við þig þar sem minnið var brostið. Mér fannst það engum til gagns eða gleði. Ótrúlega dapurt.

Ég veit að minningargrein á ekki að vera svona. Hún á víst að snúast um að deila minningum. Ég hef hugsað svo margt og rifjað upp endalaust af indælisminningum en ég fæ mig ekki til að gera þetta öðruvísi en svona. Spjallið eigum við bara saman heima og í höfðinu á mér. Mikið vona ég að þú heyrir í mér.

Fyrir hina sem lesa þá legg ég hér við hugleiðingu um það að segja einlægan hug sinn og gera það strax. Enginn veit hvenær okkar tími kemur.

Takk amma fyrir mig, takk fyrir að gefa mér og mínum þessa dásamlegu gjöf sem lífið er. Hlakka til að hitta þig hinum megin.

Minningargrein um lifandi mann

eða kver um góða konu.

Hvers vegna geymum við það

að segja okkar skoðun?

Ef orðin þau hitta í hjartastað

við kjósum þau djúpt að graf

En í hyldýpi hugans allt fyllist snart

og hjartað fer að bugast.

Árin upp safnast og minningar með

uns á grafarbakka við stöndum.

Þá þegar loksins of seint það er

við gremjumst og huganum vart höldum.

Streymir þá úr augum og hjartanu brostna

allt það sem sálin vildi segja.

En mér finnst það svo skakkt og svo óþarflega hartþví hún var sú eina sem þetta átti að heyra.

Svo ef heppnin er með ykkur

og þið hittið hana/hann enn,

deilið þá strax með hjartanu heila.

Martina Vigdís Nardini.