Fyrir 8-12 750 ml rjómi 6 egg 150 g sykur 1 vanillustöng 250 g jarðarber 40 jarðarberjakonfektmolar (valfrjálst) Aðskiljið eggjarauðurnar frá hvítunum. Setjið rauðurnar í skál, blandið sykrinum saman við og hrærið vandlega saman. Setjið til hliðar.

Fyrir 8-12

750 ml rjómi

6 egg

150 g sykur

1 vanillustöng

250 g jarðarber

40 jarðarberjakonfektmolar (valfrjálst)

Aðskiljið eggjarauðurnar frá hvítunum. Setjið rauðurnar í skál, blandið sykrinum saman við og hrærið vandlega saman. Setjið til hliðar.

Næst er að stífþeyta eggjahvíturnar með smá sykri. Takið rjómann beint úr kælinum og þeytið.

Saxið því næst jarðarberin í litla bita. Næst er að taka 40 jarðarberjakonfektmola frá Nóa-Síríusi og saxa niður. (Hvernig fólk nálgast 40 mola – bara róta í gegnum nokkra kassa hjá vinum og vandamönnum.)

Svo er lítið annað en að blanda ísinn. Hrærið fyrst rjómann saman við eggjarauðurnar, svo eggjahvíturnar. Því næst skafið þið innan úr einni vanillustöng og hrærið vandlega saman við ísinn. Þarna er maður kominn með vanilluís – og í raun hægt að stoppa á þessum tímapunkti – eða halda áfram með hvaða annað hráefni sem er. Ég valdi að blanda jarðarberjunum og konfektinu vandlega saman við.

Næst var ísnum skellt í ísskálina (sem þarf að geyma í frosti í 15 tíma áður en hún er tekin í notkun). Ísinn er svo hrærður í 15-20 mínútur þangað til hann er tilbúinn. Hægt er að gæða sér á honum þar og þá eða setja hann í mót og geyma í frysti. Svo má setja súkkulaðisósu á ísinn (bara bræða saman gott súkkulaði og rjóma – koníak sé maður í stuði).

Frá laeknirinnieldhusinu.com.