Olaf Scholz
Olaf Scholz
Hinn nýi kanslari Þýskalands, Olaf Scholz, var í gær í París og Brussel til viðræðna við Macron Frakklandsforseta og æðstu stjórnendur NATO og ESB, Jens Stoltenberg og Úrsúlu von der Leyen.
Hinn nýi kanslari Þýskalands, Olaf Scholz, var í gær í París og Brussel til viðræðna við Macron Frakklandsforseta og æðstu stjórnendur NATO og ESB, Jens Stoltenberg og Úrsúlu von der Leyen. Þetta er fyrsta utanlandsferð hans eftir að hann tók við embættinu af Angelu Merkel. Mörg stór og brýn mál eru til umræðu á fundunum, þar á meðal vaxandi spenna í samskiptunum við Rússa vegna Úkraínumálsins. Scholz hefur varað Pútín Rússlandsforseta við því að áframhaldandi ögranir Rússa við landamæri Úkraínu geti haft áhrif á byggingu Nord Stream 2 gasleiðslunnar til Þýskalands.