Sími Sama gjald áfram í Evrópu.
Sími Sama gjald áfram í Evrópu.
Íslendingar geta áfram notað farsíma sína á ferðum um Evrópu án þess að greiða aukagjöld eftir að sérstök reikitilskipun Evrópusambandsins var framlengd til ársins 2032.

Íslendingar geta áfram notað farsíma sína á ferðum um Evrópu án þess að greiða aukagjöld eftir að sérstök reikitilskipun Evrópusambandsins var framlengd til ársins 2032. Áfram munu því farsímafyrirtæki rukka sama gjald fyrir símtöl, smáskilaboð og netnotkun á símum og spjaldtölvum hvort sem notendur eru heima hjá sér eða á ferðalagi um álfuna.

Reikiþjónusta íslenskra fjarskiptafyrirtækja í Evrópu leiðir af evrópska fjarskiptaregluverkinu sem er innleitt hér á landi á grundvelli EES-samningsins. Samkvæmt upplýsingum frá Fjarskiptastofu er það síðan í höndum fjarskiptafyrirtækjanna innan EES-svæðisins að gera reikisamninga sín á milli.

Reikigjöld voru afnumin innan landa Evrópusambandsins og EES sumarið 2017 og hefur það þótt með gagnlegustu umbótum fyrir neytendur í álfunni. hdm@mbl.is