[mynd tengd fyrirhuguðum Vetrarólympíuleikum í Peking]
[mynd tengd fyrirhuguðum Vetrarólympíuleikum í Peking]
Litháen hefur óskað eftir að önnur ríki Evrópusambandsins sýni samstöðu vegna efnahagsaðgerða Kína gegn litla landinu við Eystrasaltið. Litháen lenti í klóm kínverska drekans við það að bjóða Taívan að opna skrifstofu í landinu, en Kína unir því sem kunnugt er illa ef önnur ríki eiga samskipti við Taívan sem hægt væri að túlka á þann veg að þau viðurkenni Taívan sem sjálfstætt ríki. Þó hefur eyjan Taívan í raun verið sjálfstætt ríki frá miðri síðustu öld, en Kína vill líta á það sem hluta af meginlandinu.

Litháen hefur óskað eftir að önnur ríki Evrópusambandsins sýni samstöðu vegna efnahagsaðgerða Kína gegn litla landinu við Eystrasaltið. Litháen lenti í klóm kínverska drekans við það að bjóða Taívan að opna skrifstofu í landinu, en Kína unir því sem kunnugt er illa ef önnur ríki eiga samskipti við Taívan sem hægt væri að túlka á þann veg að þau viðurkenni Taívan sem sjálfstætt ríki. Þó hefur eyjan Taívan í raun verið sjálfstætt ríki frá miðri síðustu öld, en Kína vill líta á það sem hluta af meginlandinu.

Þessi „glæpur“ Litháens hefur orðið til þess að fyrirtæki í Litháen hafa lent í því að vörur þeirra, sem hingað til hafa ratað óhindrað inn á kínverska markaðinn, hafa í raun verið bannaðar þar. Þetta er gert með því að Kína neitar að afgreiða þær úr tolli, án nokkurs fyrirvara eða skýringa.

Kína hefur einnig hótað Tékklandi aðgerðum þar sem Tékkland tók á móti sendinefnd frá Taívan í október.

Hótanir Kína vegna Vetrarólympíuleikanna verður að skoða í þessu ljósi. Þau hafa varað vestræn ríki við því að þau muni „gjalda þess dýru verði“ sniðgangi þau Vetrarólympíuleikana í Peking á næsta ári, líkt og Bandaríkin hyggjast gera.

Það kann að vera að með því fjölgi kínversk stjórnvöld hræddum gestum, en þau auka ekki hróður sinn erlendis.