Aðventa, hin dáða og hrífandi nóvella Gunnars Gunnarssonar, sem fjallar um eftirleitir Fjalla-Bensa og förunauta hans, Eitils og Leós, á Mývatnsöræfum á aðventu, verður að venju lesin í Gunnarshúsum í Reykjavík og á Skriðuklaustri á morgun, þriðja...
Aðventa, hin dáða og hrífandi nóvella Gunnars Gunnarssonar, sem fjallar um eftirleitir Fjalla-Bensa og förunauta hans, Eitils og Leós, á Mývatnsöræfum á aðventu, verður að venju lesin í Gunnarshúsum í Reykjavík og á Skriðuklaustri á morgun, þriðja sunnudag í aðventu. Hjá Rithöfundasambandi Íslands í Gunnarshúsi á Dyngjuvegi 8 les Jóhanna Friðrika Sæmundsdóttir, leikkona og handritshöfundur, og hjá Gunnarsstofnun á Skriðuklaustri les Þór Ragnarsson áhugaleikari. Lesturinn hefst á báðum stöðum kl. 13.30.