Jólaandi Drengjakór Reykjavíkur er einn kóranna sem koma fram á tónleikunum.
Jólaandi Drengjakór Reykjavíkur er einn kóranna sem koma fram á tónleikunum. — Morgunblaðið/Kristinn
Kvennakórinn Katla, Karlakórinn Esja, Olga Vocal Ensemble og Drengjakór Reykjavíkur sameinast á þrennum jólatónleikum í Langholtskirkju á morgun, sunnudag, kl. 17 og 20, og á mánudagskvöld kl. 20.

Kvennakórinn Katla, Karlakórinn Esja, Olga Vocal Ensemble og Drengjakór Reykjavíkur sameinast á þrennum jólatónleikum í Langholtskirkju á morgun, sunnudag, kl. 17 og 20, og á mánudagskvöld kl. 20.

Í tilkynningu segir að samstarf þessara kóra og sönghóps hafi hafist fyrir þremur árum og voru þá fyrstu sameiginlegu tónleikarnir og svo aftur á aðventu 2019.

„Mikill stemning og gleði skapaðist í kringum undirbúning þessara tónleika og svo voru tónleikarnir sjálfir rúsínan í pylsuendanum fyrir alla sem að komu. Jólaandinn og augljós samheldni hópanna skein í gegn og tónleikarnir slógu í gegn,“ segir í tilkynningunni.

Efnisskrá tónleikanna er sögð afar fjölbreytt, „allt frá himneskum jólasöngvum yfir í smá popp og ættu því allir að komast í stuð, þú veist... svona jóla“.