Danmörk Kathrine Heindahl sækir að marki Tékklands í gærkvöldi.
Danmörk Kathrine Heindahl sækir að marki Tékklands í gærkvöldi. — Ljósmynd/IHF
Þýskaland, Danmörk, Spánn og Brasilía tryggðu sér öll sæti í átta liða úrslitum heimsmeistaramóts kvenna í handbolta í gær en leikið er á Spáni. Öll eru með fimm sigra úr fimm leikjum á mótinu og í tveimur efstu sætum milliriðla þrjú og fjögur.

Þýskaland, Danmörk, Spánn og Brasilía tryggðu sér öll sæti í átta liða úrslitum heimsmeistaramóts kvenna í handbolta í gær en leikið er á Spáni.

Öll eru með fimm sigra úr fimm leikjum á mótinu og í tveimur efstu sætum milliriðla þrjú og fjögur.

Danska liðið, sem hefur unnið alla leiki sína sannfærandi til þessa, hélt uppteknum hætti og vann afar öruggan 29:14-sigur á Tékklandi. Emma Friis skoraði mest fyrir Danmörk eða fjögur mörk. Í sama riðli vann Þýskaland 37:28-sigur á Suður-Kóreu. Emily Bölk og Alina Grijseels skoruðu átta mörk hvor fyrir Þýskaland. Danmörk og Þýskaland mætast í úrslitaleik um toppsæti milliriðils þrjú á morgun.

Spánn og Brasilía mætast í úrslitaleik um toppsæti milliriðils fjögur. Brasilía vann grannana í Argentínu með 24 mörkum gegn 19. Patrícia Matieli skoraði níu mörk fyrir Brasilíu. Heimakonur á Spáni unnu Króatíu 27:23. Alexandrina Barbosa skoraði sex mörk fyrir spænska liðið.