Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson
Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson
Verkið „Stjarnan í austri“ eftir Geirr Lystrup verður flutt á aðventukvöldi Fríkirkjunnar í Reykjavík annað kvöld, sunnudagskvöld, kl. 20.

Verkið „Stjarnan í austri“ eftir Geirr Lystrup verður flutt á aðventukvöldi Fríkirkjunnar í Reykjavík annað kvöld, sunnudagskvöld, kl. 20. Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson hefur íslenskað verkið og er einn flytjenda, ásamt söngkonunni Þorgerði Ásu Aðalsteinsdóttur, Ásgeiri Ásgeirssyni sem leikur á balalæku, píanóleikaranum Gunnari Gunnarssyni, Erni Ými Arasyni sem leikur á kontrabassa og Sönghópnum við Tjörnina. Norska söngvaskáldið og vísnasöngvarinn Geirr Lystrup samdi fyrir um tveimur áratugum þetta nýstárlega tilbrigði við jólaguðspjallið. Verkið er samið fyrir tvo vísnasöngvara, kór og litla hljómsveit og sló í gegn og hefur verið flutt margoft og víða.

Tónleikagestir þurfa að framvísa neikvæðri niðurstöðu úr hraðprófi eða PCR-prófi.