Eyjar Ný Suðurey VE kemur til hafnar í Eyjum í gærmorgun.
Eyjar Ný Suðurey VE kemur til hafnar í Eyjum í gærmorgun. — Ljósmynd/Tói Vídó
Ný Suðurey VE kom til heimahafnar í fyrsta sinn í Vestmannaeyjum um hádegisbil í gær.

Ný Suðurey VE kom til heimahafnar í fyrsta sinn í Vestmannaeyjum um hádegisbil í gær. Ísfélag Vestmannaeyja festi kaup á skipinu eftir að ljóst varð að uppsjávarskipin þrjú myndu líklega ekki duga til að ná öllum þeim afla sem sem úthlutaður hefur verið á yfirstandandi loðnuvertíð. Skipstjórinn Bjarki Kristjánsson kveðst spenntur að fá að halda til veiða á Suðurey.

Koma skipsins er meðal umfjöllunarefna í sérblaði 200 mílna sem fylgir Morgunblaðinu í dag. Þar má meðal annars finna ítarlegt viðtal við Svandísi Svavarsdóttur, nýjan sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, og viðtal við Georg Lárusson, forstjóra Landhelgisgæslunnar, þar sem fram kemur að stórir þyrludrónar kunni að koma í gagnið á næsta ári.