Vindakór Ákæra hefur verið gefin út vegna atviks þar fyrr á árinu.
Vindakór Ákæra hefur verið gefin út vegna atviks þar fyrr á árinu. — Morgunblaðið/Árni Sæberg
Rúmenskur karlmaður á þrítugsaldri hefur verið ákærður fyrir manndráp af gáleysi og að hafa látið farast fyrir að koma manni til bjargar, þegar Daníel Eiríksson lést í Kópavogi í byrjun apríl á þessu ári.

Rúmenskur karlmaður á þrítugsaldri hefur verið ákærður fyrir manndráp af gáleysi og að hafa látið farast fyrir að koma manni til bjargar, þegar Daníel Eiríksson lést í Kópavogi í byrjun apríl á þessu ári.

Maðurinn er til vara ákærður fyrir hættubrot og að hafa látið farast fyrir að koma manni til bjargar.

Fjölskylda Daníels krefur manninn um 15 milljónir króna í skaða- og miskabætur.

Í ákæru kemur fram að maðurinn hafi ekið bifreið á 15-20 km hraða út af bílaplani við Vindakór þrátt fyrir að Daníel héldi báðum höndum í hliðarrúðu á bílnum og þar af leiðandi dregist eða hlaupið með tæpa 14 metra þar hann til hann féll í jörðina.

Í framhaldinu hafi ákærði ekið af vettvangi án þess að huga að Daníel og með þeirri háttsemi stofnað lífi og heilsu Daníels í augljósan háska, að því er segir í ákærunni

Afleiðingar þessa alls séu þær að Daníel lést á sjúkrahúsi daginn eftir vegna höfuðáverka sem hann hlaut við fallið daginn áður.

Þrír menn voru handteknir vegna málsins. Einn þeirra var úrskurðaður í gæsluvarðhald og síðar í farbann. Komst hann úr landi og stóð til að gefa út evrópska handtökuskipun en til þess kom þó ekki.