Guðjón Auðunsson forstjóri Reita.
Guðjón Auðunsson forstjóri Reita. — Morgunblaðið/Styrmir Kári
Fasteignafélagið Reitir hækkaði mest í verði í gær í K auphöll Íslands , eða um 2,05% í 33 milljóna króna viðskiptum.Gengi félagsins er nú 87,25 krónur hver hlutur. Úrvalsvísitala aðallista lækkaði annars um 0,4% í gær.

Fasteignafélagið Reitir hækkaði mest í verði í gær í K auphöll Íslands , eða um 2,05% í 33 milljóna króna viðskiptum.Gengi félagsins er nú 87,25 krónur hver hlutur.

Úrvalsvísitala aðallista lækkaði annars um 0,4% í gær.

Önnur mesta hækkunin í gær varð á bréfum tryggingafélagsins VÍS, eða um 1,96% í 593 milljóna króna viðskiptum. Er gengi félagsins núna 20,8.

Þriðja mesta hækkunin á markaðnum í gær varð á bréfum annars fasteignafélags, Eikar. Fyrirtækið hækkaði um 1,65% í þriggja milljóna króna viðskiptum. Er gengi félagsins nú 12,3.