Olivia Colman leikur Susan Edwards.
Olivia Colman leikur Susan Edwards. — AFP
Morð Breska leikkonan Olivia Colman hefur átt góðu gengi að fagna í kvikmyndum og sjónvarpi upp á síðkastið; nægir þar að nefna The Father og The Crown.
Morð Breska leikkonan Olivia Colman hefur átt góðu gengi að fagna í kvikmyndum og sjónvarpi upp á síðkastið; nægir þar að nefna The Father og The Crown. Í vikunni kom inn á efnisveiturnar HBO og Sky Atlantic ný fjögurra þátta smásería þar sem Colman leikur Susan nokkra Edwards sem er frægust fyrir að hafa myrt foreldra sína í Nottinghamskíri á Englandi árið 1998 ásamt eiginmanni sínum, Christopher, og grafið þau í bakgarðinum. Að því búnu tóku þau til við að eyða öllu þeirra fé í minjagripi frá Hollywood. David Thewlis leikur Christopher en Ed Sinclair, eiginmaður Colman, skrifaði handritið. Í þáttunum er lögreglan komin á slóð hjónanna en lík foreldra Susan, Patriciu og Williams Wycherley, fundust ekki fyrr en meira en áratugi síðar.