Hvor hefur betur í kvöld: Þróttarinn Bríet eða KR-ingurinn Kristín Pétursdóttir. Viðureignin verður í beinni útsendingu.
Hvor hefur betur í kvöld: Þróttarinn Bríet eða KR-ingurinn Kristín Pétursdóttir. Viðureignin verður í beinni útsendingu.
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Úrslitin ráðast í Kviss á Stöð 2 og nýjar útgáfur Pöbbkviss og Krakkakviss komnar út.

Úrslit ráðast í spurningaþættinum Kviss í beinni útsendingu á Stöð 2 í kvöld, laugardagskvöld. Flautað verður til leiks á slaginu klukkan 19 og liðin sem mætast eru ríkjandi meistarar í Þrótti og KR. Lið Þróttar er skipað þeim Bríeti og Birni Hlyni Haraldssyni en fyrir hönd KR keppa Benedikt Valsson og Kristín Pétursdóttur. Þrátt fyrir að stuðningsmenn íþróttaliða etji kappi eru spurningarnar sem fyrr úr öllum áttum. Umsjónarmaður þáttarins er Björn Bragi Arnarsson.

Björn Bragi situr ekki auðum höndum um þessar mundir en hann hefur einnig gefið út spurningaspilin Pöbbkviss 2 og Krakkakviss 2 nú fyrir jólin, ásamt sérútgáfu sem hann kallar Krakkakviss: Heimurinn. „Eins og nöfnin gefa til kynna er þetta framhald af spilunum sem komu út í fyrra – Pöbbkviss og Krakkakviss. Þau voru alveg brjálæðislega vinsæl í fyrra og nýju spilin fara sömuleiðis svakalega vel af stað,“ segir hann.