Jón Gunnar Tómasson fæddist 7. desember 1931 í Reykjavík. Foreldrar hans voru hjónin Tómas Jónsson borgarritari, f. 1900, d. 1964, og Sigríður Thoroddsen, f. 1903, d. 1996.

Jón Gunnar Tómasson fæddist 7. desember 1931 í Reykjavík. Foreldrar hans voru hjónin Tómas Jónsson borgarritari, f. 1900, d. 1964, og Sigríður Thoroddsen, f. 1903, d. 1996.

Jón útskrifaðist úr lagadeild HÍ 1957 og lauk meistaranámi frá Columbia-háskólanum í New York 1958.

Jón hafði m.a. verið lögreglustjóri í Bolungarvík þegar hann tók við starfi skrifstofustjóra borgarstjórnar Reykjavíkur árið 1966. Hann tók við embætti borgarlögmanns 1979, var borgarritari 1982 og ríkislögmaður 1994-1999.

Um langt skeið sat Jón í kjaradómi og síðar kjaranefnd, hann var formaður stjórnar SPRON 1976-2004 og gegndi ýmsum trúnaðarstörfum fyrir ríkið, sveitarfélög, félagasamtök og íþróttahreyfinguna. Hann var um langt skeið formaður yfirkjörstjórnar Reykjavíkur og formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga.

Jón hlaut fálkaorðuna og var handhafi gullmerkis KSÍ, Golfklúbbs Reykjavíkur og Sambands íslenskra sveitarfélaga.

Eiginkona Jóns var Sigurlaug Erla Jóhannesdóttir, f. 1933, d. 2014, hjúkrunarfræðingur. Börn þeirra eru þrjú.

Jón lést 23. apríl 2016.