Donald Trump
Donald Trump
Líklegt er að lögmenn Donalds Trump, fyrrum forseta Bandaríkjanna, biðji Hæstarétt að stöðva afhendingu skjala frá embættistíð hans til þeirra sem rannsaka árásina á þinghúsið í Washington í byrjun þessa árs.
Líklegt er að lögmenn Donalds Trump, fyrrum forseta Bandaríkjanna, biðji Hæstarétt að stöðva afhendingu skjala frá embættistíð hans til þeirra sem rannsaka árásina á þinghúsið í Washington í byrjun þessa árs. Þeir hafa tvær vikur til að taka ákvörðun um það. Á fimmtudaginn hafnaði áfrýjunardómstóll beiðni Trump um að skjölin verði ekki afhent. Óljóst er hvað Hæstiréttur gerir berist beiðnin. Hann gæti vísað málinu frá, stutt kröfu Trumps eða hafnað henni. Rætur málsins liggja í grunsemdum um að Trump og ráðgjafar hans hafi ýtt undir árásina á þinghúsið og jafnvel borið að einhverju leyti ábyrgð á henni. Telja rannsóknaraðilar að gögnin varpi ljósi á þetta.